Hoppa yfir valmynd

Reiknigrundvöllur við tryggingafræðilega athugun hjá lífeyrissjóðum

Í 14. gr. reglugerðar um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða, nr. 391/1998, er kveðið á um að við mat á dánar- og lífslíkum skuli notast við nýjustu dánar- og eftirlifendatöflur, sem útgefnar eru af ráðherra að fengnum tillögum Félags íslenskra tryggingastærðfræðinga. Þá er í 16. gr. sömu reglugerðar kveðið á um að við mat á örorku- og endurhæfingarlíkum skuli nota nýjustu örorku- og endurhæfingartöflur, sem útgefnar eru af ráðherra að fengnum tillögum Félags íslenskra tryggingastærðfræðinga.

Hinn 19. desember sl. gerði Félag íslenskra tryggingastærðfræðinga tillögu til fjármála- og efnahagsráðuneytisins um nýjan reiknigrundvöll til að nota við tryggingafræðilegar athuganir lífeyrissjóða. Grunnurinn innifelur örorku- og endurhæfingarlíkur auk lífslíkinda fyrir sjóðfélaga lífeyrissjóða uppfærðar í samræmi við nýjar dánar- og eftirlifendatöflur þjóðarinnar byggðar á reynslu áranna 2014-2018.

Ráðuneytið fellst á tillögur félagsins og tilkynnir hér með að við tryggingafræðilega athugun hjá lífeyrissjóðum skuli byggt á tilvitnuðum töflum, sbr. 39. gr. laga nr. 129/1997, um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða.

Taflan á vef Félags íslenskra tryggingastærðfræðinga

Örorku- og endurhæfingartöflur byggðar á árunum 2010-2016.

Töflurnar á vef Félags íslenskra tryggingastærðfræðinga

 


Tags

Contact us

Tip / Query
Spam
Please answer in numerics