Hoppa yfir valmynd

60. þing Mannréttindaráðs Sameinuðu þjóðanna

Guðmundur Alfreðsson
Guðmundur Alfreðsson

Þann 13. apríl 2004 var dr. Guðmundur Alfreðsson þjóðréttarfræðingur og forstjóri Raoul Wallenberg stofnunarinnar í Lundi kosinn til setu í undirnefnd Mannréttindaráðs Sameinuðu þjóðanna (Sub-Commission on the Promotion and Protection of Human Rights) til næstu fjögurra ára. Kosningin fór fram á sextugasta þingi Mannréttindaráðs Sameinuðu þjóðanna, sem nú stendur yfir í Genf. Varafulltrúi hans í nefndinni er Jakob. Þ. Möller, dómari við Mannréttindadómstól fyrir Bosníu og Hersegóvínu (Human Rights Chamber for Bosnia and Herzegovina).

Þetta mun vera í fyrsta skipti sem Íslendingur tekur sæti í sérfræðinganefnd um mannréttindamál á vegum Sameinuðu þjóðanna. Undirnefndin er skipuð 26 sjálfstæðum sérfræðingum á mannréttindasviðinu og er meginhlutverk hennar að annast rannsóknir, sérstaklega með Mannréttindayfirlýsingu Sameinuðu þjóðanna frá 10. desember 1948 að leiðarljósi, og að senda tilmæli til Mannréttindaráðsins um vernd og eflingu mannréttinda. Að auki innir undirnefndin þau verk af hendi, sem henni eru sérstaklega falin af Efnahags- og félagsmálaráði Sameinuðu þjóðanna (ECOSOC) og Mannréttindaráðinu.

Nánari upplýsingar um Mannréttindaráðið er að finna á heimasíðu þess.



Tags

Contact us

Tip / Query
Spam
Please answer in numerics