Hoppa yfir valmynd

Norræn hönnunarsýning í Washington

Hálsmen eftir Höllu Bogadóttur
Necklace, 2003

Fimmtudaginn 23. apríl nk. opnar í listasafninu National Museum of Women in the Arts (NMWA) í Washington D.C. sýning með verkum 159 norrænna kvenhönnuða, þar af 32 íslenskra, sjá lista á viðhengi. Sendiráð Íslands í Washington, ásamt hinum norrænu sendiráðunum, stóðu að skipulagningu sýningarinnar í samstarfi við NMWA sem sá um val á verkum. Sýningin ber yfirskriftina “Nordic Cool: Hot Women Designers” en um er að ræða stærsta menningarverkefni sendiráðs Íslands á þessu ári. Á sýningunni gefur að líta margvísleg hönnunarverk, allt frá byggingarlist og húsgögnum til skartgripa og vefsíða, samtals meira en 200 verk. Eitt af markmiðum sýningarinnar er sýna áhrif kvenna á norræna hönnun, bæði í sögulegu ljósi, í samtíð og framtíð, og að varpa ljósi á hvernig samfélagsgerð Norðurlandanna endurspeglast í hönnun. “Nordic Cool” stendur til 12. september nk. og er þýðingarmikið tækifæri fyrir íslenska hönnuði að koma verkum sínum á framfæri í Bandaríkjunum. Sýningin er styrkt af Norrænu ráðherranefndinni og fjölmörgum fyrirtækjum, þar á meðal Icelandair, Oddi Printing USA og verkefninu Iceland Naturally.

Nánari upplýsingar um norrænu hönnunarsýninguna í Washington D.C. er að finna á heimasíðu NMWA og í fréttatilkynningu safnsins (Word-skjal, 31 Kb.). Á viðhengi er einnig að finna myndir af íslenskum verkum sem gefur að líta á sýningunni.

 

Íslensku hönnuðirnir sem eiga verk á sýningunni:

Fanney Antonsdóttir
Arkibúllan [Holmfridur Jonsdóttir, Heba Hertervig and Hrefna Thorsteinsdóttir]
Halla Bogadóttir
Hildur BolladóttirFire - Ullarverk eftir Helgu Pálínu Brynjólfsdóttir
Helga Palina Brynjolfsdóttir
ELM Design [Erna Steina, Lisbet, and Matthildur]
Kristin Gardarsdóttir
Anna Guðmundsdóttir
Dogg Guðmundsdóttir
Ragnheiður Guðmundsdóttir
Guðrún Gunnarsdóttir
Tinna Gunnarsdóttir
Rósa Helgadóttir
Gudrun Halldorsdóttir
Gudbjörg Ingvarsdóttir
Kristin Isleifsdóttir
Tína Jezorski
Árndís Jóhannsdóttir
Þórey S. Jónsdóttir                                                                                              Fire, 1999 - Ullaverk eftir Helgu Pálínu Brynjólfsdóttur
Anna Þóra Karlsdóttir
Kogga [Kolbrun Björgolfsdóttir]
Linda Loeskow
Guðný Magnúsdóttir
Erla Solveig Oskarsdóttir
Högna Sigurðardóttir
Steinunn Sigurdardóttir
Þórhildur Þorgeirsdóttir
Þorbjörg Valdimarsdóttir

 


 



Hálsmen eftir Höllu Bogadóttur
Necklace, 2003

Tags

Contact us

Tip / Query
Spam
Please answer in numerics