Hoppa yfir valmynd

Matsfyrirtækið Standard & Poor's hefur staðfest BBB+/A-2 lánshæfiseinkunnir ríkissjóðs Íslands með stöðugum horfum

Alþjóðlega matsfyrirtækið Standard & Poor's hefur staðfest BBB+/A-2 lánshæfiseinkunnir ríkissjóðs Íslands með stöðugum horfum. Standard & Poor's reiknar með kröftugum hagvexti næstu árin, knúnum af ferðaþjónustu og öflugri einkaneyslu. Stöðugar horfur vega saman annars vegar möguleika á að jöfnuður ríkisfjármála og utanríkisviðskipta batni umfram væntingar næstu tvö árin og hins vegar áhættu vegna losunar fjármagnshafta og ofhitnunar hagkerfisins.

Standard & Poor´s breyttu síðast lánshæfismati ríkissjóðs úr BBB í BBB+ í janúar s.l. Það var hækkað í BBB í júlí 2015 en hafði þá verið í BBB- síðan í nóvember 2008, ýmist með neikvæðum, jákvæðum eða stöðugum horfum.

Fréttatilkynning Standard & Poor's

Tags

Contact us

Tip / Query
Spam
Please answer in numerics