Hoppa yfir valmynd

Utanríkisráðherra í Betlehem

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir og Tzipi Livni
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir og Tzipi Livni

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra flutti í dag framsöguræðu sem sérstakur gestur á fundi friðarráðs kvenna (IWC) í Betlehem. Á fundinum komu ísraelskar og palestínskar konur saman til að vinna að sameiginlegum skilningi á framtíð þjóðanna tveggja og forsendum réttláts og varanlegs friðar.

Í ferð sinni hitti ráðherra einnig Tzipi Livni, utanríkisráðherra Ísraels og Riyad al-Malki, utanríkisrráðherra heimastjórnar Palestínumanna og ræddi stöðuna í friðarviðræðunum Ísraels og Palestínu auk tvíhliða samskipta. Þá átti hún fund með yfirmönnum stofnana Sameinuðu þjóðanna á Vesturbakkanum og Gaza til að kynna sér ástandið á svæðinu. Þórður Ægir Óskarsson, sem var í vor skipaður sérstakur fulltrúi gagnvart palestínskum stjórnvöldum, sat fundinn með al-Maliki.

Friðarráðið var stofnað árið 2005 af áhrifakonum í palestínsku og ísraelsku þjóðlífi; þingmönnum, ráðherrum og forystukonum frjálsra félagasamtaka . Auk þess eru erlendar áhrifakonur heiðursfélagar, þeirra á meðal utanríkisráðherra en henni var boðin þátttaka í kjölfar ferðar sinni til Mið-Austurlanda sl. sumar.



Tags

Contact us

Tip / Query
Spam
Please answer in numerics