Hoppa yfir valmynd

Stuðningur við hjálparstarf á sjálfstjórnarsvæðum Palestínu og Austur-Tímor

FRÉTTATILKYNNING
frá utanríkisráðuneytinu

Nr. 042

Utanríkisráðherra hefur ákveðið að veita 7,5 milljónum króna til stuðnings við hjálparstarf Matvælaáætlunar Sameinuðu þjóðanna (World Food Programme) til aðstoðar íbúum á Austur-Tímor, en ástandið í landinu hefur farið versnandi í kjölfar vaxandi ólgu undanfarnar vikur og hafa tugir þúsunda manna þurft að yfirgefa heimili sín af þeim sökum.

Þá hefur utanríkisráðherra einnig ákveðið að veita 6,2 milljónum króna til stuðnings við hjálparstarf Rauða hálfmánans í Palestínu á herteknu svæðunum og sjálfstjórnarsvæðum Palestínu. Palestínski Rauði hálfmáninn sinnir meðal annars heilbrigðisverkefnum og ber ábyrgð á stórum hluta heilbrigðisþjónustunnar á þessu svæði, sem farið hefur versnandi samtímis mikilli fjölgun þeirra sem búa við sára fátækt.



Tags

Contact us

Tip / Query
Spam
Please answer in numerics