Hoppa yfir valmynd

Forsætisráðherra heimsótti Stígamót

Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, heimsótti Stígamót í dag. Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir, ráðgjafi hjá Stígamótum, tók á móti forsætisráðherra og Steinunni Valdísi Óskarsdóttur, skrifstofustjóra á skrifstofu jafnréttismála, og kynnti fyrir þeim starfsemina.

Farið var yfir þá ráðgjöf sem boðið er upp á hjá Stígamótum og hvernig tekist var á við breyttar aðstæður í samkomubanni vegna COVID-19. Áætlun um þjónustu í gegnum netspjall fyrir unglinga sem verða fyrir ofbeldi í nánum samböndum var kynnt, sem og mikilvægi þess að auðvelda börnum að segja frá kynferðisofbeldi. Einnig var fjallað um kynferðisofbeldi í nánum samböndum og hvernig það getur tengst heimilisofbeldi. Þá var farið yfir úrræði fyrir gerendur í kynferðisbrotamálum. Að lokum voru kynntar helstu tölur úr ársskýrslu Stígamóta sem gefin verður út eftir nokkra daga.

Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra:

„Sú fræðsla og ráðgjöf sem Stígamót veitir brotaþolum kynferðisofbeldis og  aðstandendum þeirra er mjög mikilvæg. Þá er aðdáunarvert að sjá hversu fljótt starfsfólk Stígamóta aðlagaði sig að breyttum aðstæðum vegna COVID-19. Fjölgun á tilkynningum um kynbundið ofbeldi er alvarlegt áhyggjuefni en um leið er gott að finna fyrir þeim mikla baráttuhug sem ríkir hjá starfsfólki Stígamóta við að styðja við brotaþola og uppræta kynbundið ofbeldi.“ 

 

Tags

 Jafnrétti kynjanna
 Heimsmarkmið sameinuðu þjóðanna - Heilsa og vellíðan

Heimsmarkmiðin

Jafnrétti kynjanna

Heimsmarkmið sameinuðu þjóðanna - Heilsa og vellíðan

Contact us

Tip / Query
Spam
Please answer in numerics

This website uses cookies to ensure you get the best experience on our website. Read more