Hoppa yfir valmynd

Rýnifundi um réttarvörslu og mannréttindi lokið

Rýnifundi um 23. kafla samningaviðræðna við Evrópusambandið, réttarvörslu og mannréttindi, lauk í Brussel s.l. föstudag. Á fundinum, sem var sá síðari af tveimur, báru sérfræðingar Íslands og ESB saman löggjöf í þessum samningskafla. Fyrir íslenska hópnum fór Ragnhildur Helgadóttir, formaður samningahóps um dóms- og innanríkismál.

Kaflinn um réttarvörslu og mannréttindi stendur utan EES-samningsins. Efni hans lýtur að reglum sem ætlað er að tryggja sjálfstæða og óháða dómstóla, fullnægjandi vernd mannréttinda, réttindi borgara ESB-ríkja, auk reglna sem beint er gegn spillingu. Ekki var rætt um undanþágur, sérlausnir eða aðlaganir enda veldur löggjöf kaflans almennt ekki vandkvæðum fyrir Ísland. Lagt var til að núverandi fyrirkomulagi um Félagsdóm verði haldið með hliðsjón af því hvernig málum er háttað í nokkrum aðildarríkja ESB. Þá var rædd innleiðing tilskipunar nr. 2006/24/EC um varðveislu gagna í fjarskiptakerfum.

Greinargerð samningahópsins sem fjallar um réttarvörslu og mannréttindi  hefur verið birt á heimasíðunni esb.utn.is en í henni er að finna nánari útlistun á viðfangsefni kaflans.

Sjá greinargerð samningahóps með því að smella hér.

Tags

Contact us

Tip / Query
Spam
Please answer in numerics