Hoppa yfir valmynd

Annar fundur Samráðsvettvangs um aukna hagsæld á Íslandi

Fundurinn var haldinn miðvikudaginn 20. mars 2013. Þar voru kynnt þrjú efnahagsleg markmið fyrir Ísland og níu tillögur sem er ætlað að styðja við aukinn efnahagslegan stöðugleika og trúverðugleika íslensks hagkerfis.

Góð umræða var á fundinum og breið sátt um mótun langtímaáætlunar fyrir Ísland til að ná þeim markmiðum á grundvelli slíkra tillagna.

Samráðsvettvangur leggur fram þrjú markmið og níu tillögur


Markmiðin þrjú eru:

  1. Meðalhagvöxtur nemi 3,5% á ári fram til ársins 2030 sem samsvarar 2,6% vexti á hvern íbúa
  2. Skuldahlutfall hins opinbera verði komið niður fyrir 60% af VLF fyrir 2030
  3. Stöðugleiki náist í verðlagi og meðalverðbólga verði 2,5% til 2030

Tillögurnar níu eru:

  1. Sett verði regla um árlegan hagsveifluleiðréttan fjárlagaafgang sem nemur 1,5% af landsframleiðslu
  2. Rammi verði settur um heildarfjármál hins opinbera, áætlun þeirra og eftirfylgni
  3. Stofnað verði óháð fjármálaráð til að veita aðhald og skapa gagnsæi í fjármálum hins opinbera
  4. Endurskoðun á umgjörð peningamála fari fram á fimm ára fresti
  5. Ábyrgð peningastefnunefndar og Seðlabankastjóra verði aukin
  6. Innleiddur verði þjóðhagsvarúðarrammi og breiðari flóra tækja Seðlabankans
  7. Seðlabankinn styrki áhrif sín á markaðsvæntingum með meira gegnsæi og auknu upplýsingaflæði
  8. Nýtt fyrirkomulag verði tekið upp á húsnæðislánamarkaði
  9. Gerðar verði umbætur á fyrirkomulagi kjarasamninga

Samráðsvettvangurinn er þverpólitískur og þverfaglegur. Honum er ætlað að stuðla að heildstæðri og málefnalegri umræðu um leiðir til að tryggja hagsæld Íslendinga til lengri tíma litið. Á vettvanginum sitja formenn allra stjórnmálaflokka sem eiga sæti á Alþingi, helstu hagsmunasamtök launþega og atvinnurekenda, fulltrúar háskólasamfélagsins, sveitarfélaga og stjórnendur fyrirtækja úr ýmsum atvinnugreinum. Ragna Árnadóttir er formaður samráðsvettvangsins og Katrín Olga Jóhannesdóttir varaformaður. Verkefnið heyrir undir forsætisráðuneytið en er stýrt af ofangreindum aðilum. Efnislegri vinnu verkefnisstjórnar er stýrt af Friðriki Má Baldurssyni prófessor.

Frá fundi samráðsvettvangs um aukna hagsæld 20. mars 2013Frá fundi samráðsvettvangs um aukna hagsæld 20. mars 2013

Tags

Contact us

Tip / Query
Spam
Please answer in numerics