Hoppa yfir valmynd

Tólf nemendur útskrifast úr Landgræðsluskóla Háskóla Sameinuðu þjóðanna

Útskriftarhópurinn úr Landgræðsluskólanum 2014

Í dag útskrifuðust 12 nemendur frá Landgræðsluskóla HSÞ, fimm konur og sjö karlar frá sex löndum. Hafa því samtals 63 nemendur útskrifast úr sex mánaða þjálfun við skólann frá því hann var upphaflega settur á stofn árið 2007.

Við útskriftina hélt Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra ávarp þar sem hann áréttaði mikilvægi baráttunnar gegn landeyðingu og landgræðslu fyrir komandi kynslóðir. Í ávarpi sínu greindi hann frá starfi stjórnvalda í þágu málefnisins, en á vettvangi Sameinuðu þjóðanna hefur Ísland verið ötull málsvari landgræðslu og baráttunnar gegn landhnignun. Nefndi hann sérstaklega vinnu við mótun sjálfbærra þróunarmarkmiða, en í þeirri vinnu hefur Ísland lagt ríka áherslu á að þar verði að finna markmið sem snúi að sjálfbæri nýtingu lands og endurheimt landgæða í þágu sjálfbærrar þróunar.  Þá vísaði hann í heimsókn framkvæmdastjóra samnings SÞ um varnir gegn eyðimerkurmyndun (UNCCD) í júní sl. þar sem áherslan var á mikilvægi landgræðslu þegar kemur að því að takast á við loftslagsbreytingar.

Gunnar Bragi þakkaði ráðherra forstöðumanni Landgræðsluskólans, Hafdísi Hönnu Ægisdóttur fyrir þátttöku sína í málstofu um efnið sem Ísland skipulagði í New York til að vekja athygli á málinu.

Á Íslandi starfa fjórir skólar undir hatti Háskóla Sameinuðu þjóðanna. Auk Landgræðsluskólans er það Jarðhitaskóli HSÞ, Sjávarútvegsskóli HSÞ og Jafnréttisskóli HSÞ. Skólarnir fjórir eru hluti af alþjóðlegri þróunarsamvinnu Íslands.

Ávarp utanríkisráðherra við útskriftina

Tags

Contact us

Tip / Query
Spam
Please answer in numerics