Hoppa yfir valmynd

Aðgerðir sex sveitarfélaga vegna hruns í ferðaþjónustu

Speglun við Mývatn - myndHugi Ólafsson

Undirritaðir hafa verið samningar um 150 milljón króna fjárveitingu til sex sveitarfélaga vegna hruns í ferðaþjónustu í kjölfar Covid-19 heimsfaraldursins. Alþingi samþykkti framlagið í vor á fjáraukalögum 2020 til aðgerða til að styðja við atvinnulíf og samfélag vegna þessara tímabundnu aðstæðna. Sveitarfélögin eru Mýrdalshreppur, Skaftárhreppur, Skútustaðahreppur, Bláskógabyggð, Sveitarfélagið Hornafjörður og Rangárþing eystra.

Tvö teymi með fulltrúum frá samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneyti, Byggðastofnun og Samtökum sveitarfélaga á Norðurlandi eystra annars vegar og Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga hins vegar fengu það verkefni að greina nánar stöðu og áskoranir sveitarfélaganna sex. Sérstaklega var horft til hvaða áhrif aðgerðir hefðu í samfélögunum, meðal annars hvernig þær mættu þeim hópum sem þar standa verst. Stór hluti atvinnuleitenda í sveitarfélögunum eru erlendir ríkisborgarar.

Sveitarfélögin skiluðu nú á haustmánuðum inn fullbúnum tillögum um 21 aðgerð sem samráðsteymið fór yfir og veitti ráðgjöf með og á grunni þeirra hafa verið undirritaðir samningar við sveitarfélögin sex. Markmið aðgerðanna er að skapa betri grundvöll fyrir fjölbreyttara atvinnulíf til lengri tíma og styrkja stoðir þeirra og stuðla að nýsköpun. Aðgerðirnar eru eftirfarandi:

Mýrdalshreppur

 • Uppsetning sögustígs í Vík
 • Sérstakur stuðningur við menningarstarf erlendra ríkisborgara
 • Endurbygging Halldórsbúðar
 • Vatnsaflsvirkjun, Víkurá

Skaftárhreppur

 • Átak í atvinnu- og kynningarmálum
 • Errósetur á Kirkjubæjarklaustri
 • Námskeið í staðarleiðsögn

Skútustaðahreppur

 • Hamingja sveitunga
 • Nýsköpun í norðri
 • Greining orkukosta

Bláskógabyggð

 • Eldri borgarar í Bláskógabyggð
 • Erlendir ríkisborgarar í Bláskógabyggð
 • Leikskólabörn með erlent ríkisfang í Bláskógabyggð
 • Umhverfismál í Reykholti, Laugarási og á Laugarvatni

Sveitarfélagið Hornafjörður

 • Nýsköpun, atvinnuskapandi átaksverkefni
 • Koma upp aðstöðu fyrir störf án staðsetninga
 • Valdefling íbúa af erlendum uppruna

Rangárþing eystra

 • Heilsueflandi samfélag
 • Hönnun hjólreiðastíga í tengslum við heilsueflandi samfélag
 • Eitt samfélag
 • Njálurefillinn

Tags

Contact us

Tip / Query
Spam
Please answer in numerics

This website uses cookies to ensure you get the best experience on our website. Read more