Hoppa yfir valmynd

Fitch staðfestir BBB+ lánshæfiseinkunn Íslands með stöðugum horfum

Alþjóðlega matsfyrirtækið Fitch Ratings hefur staðfest lánshæfiseinkunnir ríkissjóðs Íslands fyrir langtímaskuldbindingar í erlendum gjaldmiðli sem BBB+ og A- í innlendum gjaldmiðli. Einkunnir fyrir skuldabréf (e. senior unsecured bonds) í erlendum og innlendum gjaldmiðli eru staðfestar sem BBB+ og A-. Matsfyrirtækið segir horfur fyrir lánshæfismat langtímaskuldbindinga stöðugar. Landseinkunnin (e. country ceiling) er staðfest sem BBB+ og jafnframt er staðfest lánshæfismatið F2 fyrir skammtímaskuldbindingar í erlendum gjaldmiðli.

Fitch breytti síðast lánshæfiseinkunn ríkissjóðs í júlí 2015, úr BBB í BBB+ með stöðugum horfum. Lánshæfiseinkunninn var hækkuð úr BBB- í BBB í febrúar 2013 og voru horfur stöðugar að mati fyrirtækisins. Frá október 2008 og fram til febrúar 2012 fór einkunnin úr BBB- í BB+ og síðan aftur í BBB-.

Tags

Contact us

Tip / Query
Spam
Please answer in numerics