Hoppa yfir valmynd

Nr. 079, 04.09.2001 Kafbátaleitaræfing NATO 5.-15.09.2001

FRÉTTATILKYNNING

frá utanríkisráðuneytinu

________




Nr. 079



Dagana 5. til 15 september, fer fram kafbátaleitaræfing á hafinu suður af Íslandi. Æfingin beinist að samræmingu aðgerða aðildarríkja Atlantshafsbandalagsins á sviði kafbátaleitar og er haldin árlega á vegum flugdeildar Bandaríkjaflota á Keflavíkurflugvelli. Er þetta í sjöunda sinn sem æfingin er haldin og er hún sú viðamesta til þessa með þátttöku skipa, flugvéla og kafbáta frá níu öðrum NATO ríkjum, þar á meðal Póllandi, sem nú tekur í fyrsta sinn þátt í æfingunni. Skip sem taka þátt í æfingunni munu eiga viðdvöl í Reykjavík 15. og 16. september og verða til sýnis almenningi.




Utanríkisráðuneytið
Reykjavík, 4. september 2001.



Tags

Contact us

Tip / Query
Spam
Please answer in numerics