Hoppa yfir valmynd

„Snart mig hversu samhugurinn var mikill"

Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra tók í kvöld þátt í minningarathöfn í Kaupmannahöfn um fórnarlömb skotárásanna í Kaupmannahöfn um helgina. Þúsundir manna tóku þátt í athöfninni, þeirra á meðal ráðherrar og borgarstjórar frá öllum Norðurlöndunum. 

„Þetta var áhrifamikil stund. Árásir helgarinnar hafa haft gríðarleg áhrif á alla hér og það snart mig hversu mikill samhugurinn var í kvöld og hversu staðráðnir allir eru í því að láta þetta ekki verða til þess að reka fleyg á milli fólks, hverrar trúar sem það er,“ sagði Gunnar Bragi.

Hann mun í fyrramálið eiga fund með Martin Lidegaard, utanríkisráðherra Danmerkur.

Tags

Contact us

Tip / Query
Spam
Please answer in numerics