Hoppa yfir valmynd

Áhersla á jafnréttismál og endurnýjanlega orku í fjármögnun þróunarsamvinnu 

Gunnar Bragi í Addis Ababa

Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra tekur þátt í þriðju alþjóðlegu ráðstefnunni um fjármögnun þróunarsamvinnu sem haldin er í Addis Ababa, Eþíópíu dagana 13. - 16. júlí.

Í gær var Gunnar Bragi með ávarp á málstofu um fjármögnun sjálfbærar orku fyrir alla sem haldin var á vegum SE4ALL-vettvangsins (sjálfbær orka fyrir alla) en forseti Íslands situr þar í ráðgefandi stjórn. Í ávarpinu lagði hann áherslu á mikilvægi jarðhitanýtingar í þróunarsamvinnu og greindi frá áherslum og stuðningi Íslands á þessu sviði bæði í Austur Afríku og í alþjóðlegu samstarfi. Einnig sagði hann frá frumkvæði Íslands og IRENA samtakanna um stofnun samstöðuhóps um nýtingu jarðhita á heimsvísu sem fyrirhugað er að ýta formlega úr vör í París í desember nk. Ban Ki-Moon, framkvæmdastjóri SÞ og Jim Yong Kim forseti Alþjóðabankans ávörpuðu málstofuna einnig.

Þá tók utanríkisráðherra þátt í málstofu um fjárfestingu í jafnrétti kynjanna sem haldin var á vegum félagasamtaka, alþjóðastofnana, Íslands og Úrúgvæ. Í erindi sínu lagði hann áherslu ámikilvægi þess aðfjárfest væri íjafnrétti kynjanna og lýsti yfir ánægju hversu vel hafi tekist til að samþætta kynjasjónarmið í gegnum allt samningaferlið um fjármögnun þróunarsamvinnu. 

Gunnar Bragi fundaði einnig með ráðherra innviða og orkumála hjá Afríkusambandinu um jarðhitasamstarf.

Ísland hefur tekiðvirkan þátt ísamningaviðræðunum um fjármögnun þróunarsamvinnu sem vonast er til að ljúki á ráðstefnunni og lagt ríka áherslu m.a. á kynjajafnrétti og valdeflingu kvenna og mikilvægi endurnýjanlegrar orku.

Í kjölfar þátttöku í ráðstefnunni mun utanríkisráðherra heimsækja Malaví þar sem hann mun funda með ráðamönnum og heimsækja verkefni Íslands á sviði þróunarsamvinnu.  

Tags

Contact us

Tip / Query
Spam
Please answer in numerics