Hoppa yfir valmynd

Fundir utanríkisráðherra í Liechtenstein, Brussel og Davos

Valgerður Sverrisdóttir utanríkisráðherra heldur á morgun í opinbera heimsókn til Liechtenstein og mun þar meðal annars eiga fundi með forsætis- og utanríkisráðherra Liechtenstein.

Á föstudaginn mun utanríkisráðherra sitja utanríkisráðherrafund Atlantshafsbandalagsins í Brussel þar sem einkum málefni Afganistans og Kósóvó verða á dagskrá.

Á laugardaginn mun utanríkisráðherra sitja fundi EFTA ríkjanna og Egyptalands og Indónesíu, sem haldnir verða í Davos í Sviss.

Heimkoma ráðherra er fyrirhuguð sunnudaginn 28. janúar n.k.



Tags

Contact us

Tip / Query
Spam
Please answer in numerics