Hoppa yfir valmynd

Reglur um sóttkví og einangrun vegna COVID-19

Athygli er vakin á reglum um sóttkví og einangrun vegna COVID-19 sem heilbrigðisráðherra hefur staðfest og birtar eru á vef Stjórnartíðinda. Reglurnar gilda um alla þá einstaklinga sem sóttvarnalæknir skyldar í sóttkví eða einangrun á grundvelli sóttvarnalaga.

Á vef embættis landlæknis eru jafnframt greinagóðar leiðbeiningar fyrir almenning um sóttkví og einangrun í heimahúsi. Þar eru m.a. sérstakar leiðbeiningar varðandi börn í sóttkví og börn með sértækar umönnunarþarfir.

Þeir sem þurfa að vera í sóttkví samkvæmt ákvörðun sóttvarnalæknis geta sjálfir skráð upplýsingar um það inn á vefinn Heilsuvera.is og fengið vottorð þar að lútandi. Vottorðin eru án endurgjalds. Nánar er fjallað um vottorð vegna sóttkvíar undir „spurt og svarað“ á vefnum Covid.is.

Tags

Contact us

Tip / Query
Spam
Please answer in numerics

This website uses cookies to ensure you get the best experience on our website. Read more