Hoppa yfir valmynd

Upplýsinga óskað frá bandarískum yfirvöldum

Ráðuneytisstjóri utanríkisráðuneytisins átti fund með sendiherra Bandaríkjanna fyrr í vikunni þar sem þess var formlega farið á leit að bandarísk stjórnvöld upplýstu hvort, og þá hverjar, eftirlitsaðgerðir með, eða dulin upplýsingaöflun um, íslenska borgara hefðu átt sér stað á liðnum árum. 

Á síðustu misserum hafa íslensk stjórnvöld ítrekað komið því á framfæri við bandarísk stjórnvöld að njósnir á Íslandi eða um íslenska ráðamenn og eða borgara séu með öllu ósamrýmanlegar íslenskum lögum og því góða og nána sambandi sem ríkt hefur milli þjóðanna.  

Tags

Contact us

Tip / Query
Spam
Please answer in numerics