Hoppa yfir valmynd

Friðargæsluliði til starfa hjá Barnahjálp Sþ í Palestínu

Ólöf Magnúsdóttir
Ólöf Magnúsdóttir

Fulltrúi Íslensku friðargæslunnar, Ólöf Magnúsdóttir, heldur um helgina til starfa í Palestínu í tveggja mánaða verkefni hjá Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, UNICEF. Ólöf mun aðstoða staðarskrifstofu Barnahjálparinnar við að miðla upplýsingum um aðstæður barna á átakasvæðum Palestínu og neyðaraðstoð þeim til handa. Starfið felst m.a. í því að vinna úr upplýsingum sem berast frá staðarráðnum starfsmönnum og miðla til höfuðstöðva og framlagaþjóða Barnahjálparinnar í tengslum við væntanlega neyðaraðstoð.

Guðmundur E. BirgissonAnnar Íslendingur, Guðmundur E. Birgisson sálfræðingur, starfar á vegum friðargæslunnar hjá sömu skrifstofu að eftirliti með barnaverndarmálum. Þessu til viðbótar eru fjórir fulltrúar á vegum friðargæslunnar í Mið-Austurlöndum sem allir vinna hjá undirstofnunum Sameinuðu þjóðanna m.a. að málefnum palestínskra og íraskra flóttamanna.

Í samstarfi við Barnahjálp SÞ hefur verið unnið að skipulagningu viðbragðslista fjölmiðlafólks sem hægt er að kalla til með skömmum fyrirvara í styttri verkefni þegar neyðarástand skapast eða þegar sérstakur skortur er á starfsfólki á sviði upplýsingamála. Íslenska friðargæslan hefur áður sent sérfræðinga af viðbragðslistanum til starfa í kjölfar átakanna í Georgíu og vetrarhörkum í Tadsjikistan.



Guðmundur E. Birgisson
Gudmundur_E._Birgisson

Tags

Contact us

Tip / Query
Spam
Please answer in numerics