Hoppa yfir valmynd

Ráðstefna á Akureyri um tækifæri í alþjóðaviðskiptum með sjávarafurðir

Valgerður Sverrisdóttir utanríkisráðherra mun á morgun ávarpa ráðstefnu um áskoranir og tækifæri í alþjóðaviðskiptum með sjávarafurðir, sem haldin verður í Háskólanum á Akureyri dagana 1. og 2. febrúar.

Ráðstefnunni er ætlað að leiða saman fulltrúa úr sjávarútvegi og skapa samræðuvettvang til að greina tækifæri fyrir atvinnuveginn í framtíðinni, og mynda tengsl á milli framsækinna sjávarútvegsþjóða og þeirra þjóða sem hafa minni reynslu og aðkomu að heimsmarkaði með sjávarafurðir.

Frummælendur á ráðstefnunni koma meðal annars frá Matvæla- og landbúnaðarstofnun Sameinuðu þjóðanna, Háskóla Sameinuðu þjóðanna, Evrópusambandinu, Írlandi, Tansaníu, Danmörku og Bandaríkjunum, auk fulltrúa frá innlendum stofnunum og fyrirtækjum.

Ráðstefnan er öllum opin og hefst hún kl. 9 á morgun.



Tags

Contact us

Tip / Query
Spam
Please answer in numerics