Hoppa yfir valmynd

Nr. 029, 20. apríl 2001 Undirritun samnings um fiskveiðistjórnun á suðaustur Atlantshafi

FRÉTTATILKYNNING

frá utanríkisráðuneytinu

________




Nr. 029


Í dag var undirritaður í Windhoek í Namibíu samningur um fiskveiðistjórnun á suðaustur Atlantshafi (Convention on the Conservation and Management of Fisheries Resources in the South East Atlantic Ocean). Unnið hefur verið að gerð samningsins undanfarin fimm ár.
Eftirgreind ríki hafa tekið þátt í samningaferlinu: Angóla, Bandaríkin, Bretland (f.h. Tristan da Cunha, Ascension eyjar og St. Helenu), Evrópusambandið, Ísland, Japan, Kórea, Namibía, Noregur, Pólland, Rússland, Suður-Afríka og Úkraína.
Samkvæmt samningnum verður sett á laggirnar fiskveiðistjórnunarstofnun (SEAFO, South East Atlantic Fisheries Organisation) með aðsetri í Namibíu til að stjórna fiskveiðum á hafsvæðinu utan lögsagna strandríkjanna í suðvestanverðri Afríku, sem samningurinn tekur til.
Eiður Guðnason sendiherra undirritaði samninginn fyrir hönd Íslands.



Utanríkisráðuneytið
Reykjavík, 20. apríl 2001.



Tags

Contact us

Tip / Query
Spam
Please answer in numerics