Hoppa yfir valmynd

Íslendingur í framkvæmdastjórn WHO

Helbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið - Utanríkisráðuneytið

Sameiginleg fréttatilkynning


Íslendingur í framkvæmdastjórn Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar


Davíð Á. Gunnarsson, ráðuneytisstjóri í heilbrigðis- og tryggingamála-ráðuneytinu, var í morgun kosinn í framkvæmdastjórn Alþjóðaheilbrigðis-málastofnunarinnar (WHO) á haustþingi Evrópudeildar stofnunarinnar með miklum yfirburðum. Fjörutíu af þeim fjörutíu og þremur þjóðum, sem tóku þátt í atkvæðagreiðslunni, greiddu fulltrúa Íslands atkvæði sitt. Auk Davíðs Á. Gunnarsson voru fulltrúar Frakklands og Tékklands kosnir í framkvæmdastjórnina með þrjátíu og sex atkvæðum. Fulltrúarnir þrír sem kosnir voru í dag sitja í framkvæmdastjórn WHO á tímabilinu 2003 - 2006.

Haustþing Evrópudeildar Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO) er haldið í Kaupmannahöfn dagana 16. - 19. september. Þingið sækja fulltrúar frá fimmtíu og einu landi. Jón Kristjánsson, heilbrigðis-og tryggingamálaráðherra, fer fyrir íslensku sendinefndinni og ávarpaði hann haustþingið fyrr í dag.

Heilbrigðisráðuneytið hefur unnið að því á liðnum misserum að tryggja stuðning við framboð og kosningu fulltrúa Íslands í framkvæmdastjórnina. Það hefur verið gert í nánu samstarfi við utanríkisþjónustuna. Þáttur hennar var afar veigamikill í allri kosningabaráttunni og hafa fjölmargir starfsmenn utanríkisráðuneytisins og sendiráða og fastanefnda Íslands unnið að málinu.


Reykjavík, 18. september 2002.

Tags

Contact us

Tip / Query
Spam
Please answer in numerics