Hoppa yfir valmynd

Bakvarðasveit lögreglu í undirbúningi

Ríkislögreglustjóri vinnur að því að koma á fót bakvarðasveit í ljósi Covid-19 farsóttarinnar. Ríkislögreglustjóri kynnti þessi áform á daglegum upplýsingafundi almannavarna í dag.

Á vef lögreglunnar hefur nú verið birt auglýsing sem beint er að þeim hafa próf og réttindi til að starfa sem lögreglumenn en hafa horfið til annarra starfa.

Dómsmálaráðherra hvetur þá sem geta og uppfylla skilyrði skráningar að skrá sig sem bakverði lögreglunnar.

Nánari upplýsingar um bakvarðasveitina og skráningu á hana er hægt að fá hjá ríkislögreglustjóra í póstfanginu [email protected] eða í síma 444-2593.  Eingöngu er tekið við skráningum í útfylltu skráningarformi. Skráningarformið og nánari upplýsingarmá finna hér á vef lögreglunnar

Tags

Contact us

Tip / Query
Spam
Please answer in numerics

This website uses cookies to ensure you get the best experience on our website. Read more