Hoppa yfir valmynd

Utanríkisráðherra tekur á móti forseta þýska þingsins

Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra tók í dag á móti forseti þýska Sambandsþingsins, dr. Norbert Lammert, sem er í opinberri heimsókn á Íslandi. Á fundinum ræddu þeir einkum samskipti ríkjanna og stöðuna í aðildarviðræðum Íslands og Evrópusambandsins þar sem Þjóðverjar hafa stutt Íslendinga dyggilega.

Dr. Lammert er á Íslandi í boði forseta Alþingis, Ástu Ragnheiðar Jóhannesdóttur. Auk utanríkisráðherra og forseta Alþingis hittir hann forseta Íslands,  forsætisráðherra og fjármálaráðherra, starfshóp utanríkismálanefndar um Evrópumál og fulltrúa þingflokka. Þá fundar þýski þingforsetinn með forsvarsmönnum verkefnisins Sögueyjan Ísland, sem hafa veg og vanda af þátttöku Íslands í bókasýningunni í Frankfurt haustið 2011.

Tags

Contact us

Tip / Query
Spam
Please answer in numerics