Hoppa yfir valmynd

Upplýsingafundur með íslenska jarðvarmaklasanum, 5. febrúar 2014

Utanríkisráðuneytið stóð fyrir upplýsingafundi með íslenska jarðvarmaklasanum þann 5. febrúar. Meginmarkmið fundarsins var einnig að kynna alþjóðlega viðskiptasamninga og ákvæði þeirra um orkutengda þjónustu og viðskipti (fríverslunarsamningar, marghliða samningur um þjónustuviðskipti (TiSA), o.fl.), þróun þeirra og hvaða möguleikar eru fyrir hendi til þess að mæta þeim vandamálum og viðskiptahindrunum sem íslensk fyrirtæki upplifa erlendis á þessu sviði. 

Einnig var fjallað um fjárfestingasamninga, tvísköttunarsamninga, aðgengis- og öryggismál starfsmanna, alþjóðlegt orkusamstarf og tvíhliða samninga Íslands við önnur ríki á því sviði auk samninga Alþjóðabankans um jarðvarmaverkefni. Kynnt voru drög að tillögu Íslands og Noregs um viðauka í TiSA viðræðunum um orkutengda þjónustu.

Tags

Contact us

Tip / Query
Spam
Please answer in numerics