Hoppa yfir valmynd

Samstarf Íslands og Maine nýr vaxtarsproti

Paul LePage og Gunnar Bragi Sveinsson.

Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra og Paul LePage, ríkisstjóri Maine, skrifuðu í dag undir samkomulag um aukið samstarf. Samkvæmt samkomulaginu verður unnið að því að efla viðskiptatengsl Íslands og Maine meðal annars með áherslu á orkumál, viðskiptaþróun, samgöngur, nýtingu náttúruauðlinda og menningarmál. Þá munu stjórnvöld leita leiða til að starfa saman að hagsmunamálum á norðurslóðum, m.a varðandi umhverfisöryggi og leit og björgun.

Á fundi utanríkisráðherra og rikisstjórans í morgun ræddu þeir ný viðskiptatækifæri sem skapast með beinum siglingum milli Reykjavíkur og Portland, helstu hafnarborgar Maine, en nú er rúmlega ár liðið síðan höfnin í Portland varð hluti af leiðakerfi Eimskipa. Ríkisstjórinn er staddur í tveggja daga heimsókn á Íslandi ásamt viðskiptasendinefnd.

„Portland er miðstöð útgerðar og viðskipta með sjávarafurðir auk þess sem þar er stunduð fjölbreytt atvinnustarfsemi. Stjórnvöld í Maine vinna nú að því að styrkja samgönguinnviði vegna inn- og útflutnings og þau vilja auka samstarf við okkur, til dæmis á sviði sjávarútvegs, flutninga og ferðaþjónustu. Við sjáum því tengslin við Maine sem einn af vaxtarsprotum aukinna viðskipta vestur um haf," segir Gunnar Bragi.

Tags

Contact us

Tip / Query
Spam
Please answer in numerics