Hoppa yfir valmynd

Formennska Íslands í Eystrasaltsráðinu

Council of the Baltic Sea States
Council of the Baltic Sea States

Ísland mun í fyrsta sinn gegna formennsku í Eystrasaltsráðinu frá 1. júlí 2005 til 30. júní 2006. Eystrasaltsráðið var stofnað árið 1992 með aðild 10 ríkja, Danmerkur, Noregs, Svíþjóðar, Finnlands, Eistlands, Lettlands, Litháens, Rússlands, Þýskalands og Póllands, auk Evrópusambandsins. Ísland bættist í hópinn árið 1995 og eru aðildarríkin nú 11 auk ESB.

Sem formennskuríki í Eystrasaltsráðinu 2005-2006 mun Ísland leggja áherslu á samvinnu á sviði orku- og umhverfismála og stuðla að samvinnu við önnur svæðisbundin samtök, svo sem Norrænu ráðherranefndina, Barentshafsráðið og Norðurskautsráðið. Einnig verður lögð áhersla á að efla starf efnahagssamvinnunefndarinnar og nefnd um málefni barna verður veitt sérstök athygli. Ísland hefur ennfremur áhuga á að efla samvinnu þingmanna á svæðinu og á aukinni samvinnu við Úkraínu.

Samhliða formennsku í Eystrasaltsráðinu mun Ísland gegna formennsku næsta árið í þremur mikilvægum nefndum ráðsins, efnahagssamvinnunefnd, orkumálanefnd og í nefnd háttsettra embættismanna.

Opnuð hefur verið sérstök vefsíða formennskunnar sem er að finna á slóðinni: eystrasaltsradid.utanrikisraduneyti.is

Tags

Contact us

Tip / Query
Spam
Please answer in numerics