Hoppa yfir valmynd

Yfirlýsing um reglulega móttöku flóttamanna

Valgerður Sverrisdóttir utanríkisráðherra og Magnús Stefánsson félagsmálaráðherra við undirritun yfirlýsingarinnar
Valgerður Sverrisdóttir utanríkisráðherra og Magnús Stefánsson félagsmálaráðherra við undirritun yfirlýsingarinnar

Valgerður Sverrisdóttir, utanríkisráðherra, og Magnús Stefánsson, félagsmálaráðherra, undirrituðu í dag yfirlýsingu sem er ætlað að renna styrkari stoðum undir reglulega móttöku flóttamanna hér á landi og samvinnu við Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna, UNHCR.

Nýtt fyrirkomulag á samstarfi utanríkis- og félagsmálaráðuneytisins á þessu sviði felur í sér að utanríkisráðuneytið kemur með beinum hætti að fjármögnun flóttamannaverkefna og ennfremur að utanríkis- og félagsmálaráðherra munu framvegis leggja fram sameiginlega tillögu til ríkisstjórnar um móttöku flóttamanna að höfðu samráði við flóttamannanefnd.

Málefni innflytjenda og þar með talið flóttamanna eru á verksviði félagsmálaráðuneytisins, en kostnaður við flóttamannaverkefni er á vettvangi OECD skilgreindur sem þróunaraðstoð.

Íslendingar hafa með reglubundnum hætti tekið á móti flóttamannahópum frá árinu 1996 og er fjöldi þeirra sem hingað hafa komið nú 247.

Vinnubrögð íslenskra stjórnvalda við móttöku flóttamanna hafa vakið athygli á vettvangi UNHCR sem hefur óskað eftir því að sú aðferðafræði sem unnið hefur verið eftir hér á landi verði nýtt sem fyrirmynd fyrir aðrar þjóðir.

Yfirlýsing um reglulega móttöku flóttamanna (57,6 KB)



Valgerður Sverrisdóttir utanríkisráðherra og Magnús Stefánsson félagsmálaráðherra við undirritun yfirlýsingarinnar
Valgerður Sverrisdóttir utanríkisráðherra og Magnús Stefánsson félagsmálaráðherra við undirritun yfirlýsingarinnar

Tags

Contact us

Tip / Query
Spam
Please answer in numerics