Hoppa yfir valmynd

Búið að semja við alla viðskiptabankana um veitingu viðbótarlána

Samningar hafa verið undirritaðir við viðskiptabankana fjóra um veitingu viðbótarlána til fyrirtækja, svonefndra brúarlána. Fjármála- og efnahagsráðuneytið fól Seðlabanka Íslands að annast framkvæmd á ábyrgðum ríkissjóðs og hefur bankinn undirritað samninga við Arion banka, Íslandsbanka, Kviku og Landsbankann.

Lánin eru ætluð fyrirtækjum, einkum smáum og meðalstórum, sem orðið hafa fyrir tímabundnum rekstrarvanda vegna heimsfaraldurs kórónuveiru. Ríkissjóður gengst í ábyrgð fyrir allt að 70% af fjárhæð lánanna sem fyrirtæki geta fengið að uppfylltum ákveðnum skilyrðum, m.a. að lántaki greiði ekki arð eða kaupi eigin hluti á meðan ríkisábyrgðar nýtur við. Heildarábyrgð ríkissjóðs í þessum efnum getur numið allt að 50 milljörðum króna.

Þá er í meðförum Alþingis frumvarp sem felur í sér stuðningslán til fyrirtækja með það að markmiði að vinna gegn lausafjárvanda en stuðningslánin verða veitt í gegnum viðskiptabankana. Gert er ráð fyrir að frumvarpið verði að lögum fljótlega og að ljúka megi samningum við bankana vegna þeirra á næstu vikum.


Tags

Contact us

Tip / Query
Spam
Please answer in numerics

This website uses cookies to ensure you get the best experience on our website. Read more