Hoppa yfir valmynd

Aðstoð við Afganistan

Nr. 004

FRÉTTATILKYNNING
frá utanríkisráðuneytinu


Að undanförnu hefur á vettvangi Atlantshafsbandalagsins, Sameinuðu þjóðanna og annarra alþjóðastofnana farið fram umræða og stefnumótun um hjálparstarf og enduruppbyggingu í Afganistan. Ríkisstjórnin hefur ákveðið að veita aðstoð við Afganistan í því formi að Flugfélagið Atlanta mun á næstunni sjá um flutninga á tækjum, varningi og lyfjum sem fara eiga til hjálparstarfs þar. Flogið verður með ökutæki, matvæli og annan varning, samtals um 70 tonn, frá Danmörku til Tashkent í Uzbekistan fyrir Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna o.fl. en þaðan verður séð um flutning til Afganistan. Einnig verður flogið frá Hollandi til Islamabad í Pakistan með 100 tonn af lyfjum fyrir Alþjóðaheilbrigðismálastofnunina.



Utanríkisráðuneytið
Reykjavík, 25. janúar 2002.


Tags

Contact us

Tip / Query
Spam
Please answer in numerics