Hoppa yfir valmynd

Utanríkisráðherra undirritar reglugerð um þvingunaraðgerðir gegn Líbíu

Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra undirritaði í dag reglugerð um þvingunaraðgerðir gegn Líbíu. Með reglugerðinni framfylgir Ísland ályktun öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna nr. 1970 (2011) um Líbíu og ákvörðunum framkvæmdanefndar um þvingunaraðgerðir, sbr. sömu ályktun. 

Reglugerðin felur í sér vopnaviðskiptabann, skoðunarheimildir á farmi í  farartækjum til og frá Líbíu, landgöngubann og frystingu fjármuna Muammar Gaddafi einræðisherra Líbýu, fjölskyldu hans og náinna samstarfsmanna.

Reglugerðina má sjá hér.

Tags

Contact us

Tip / Query
Spam
Please answer in numerics