Hoppa yfir valmynd

Tómas H. Heiðar kjörinn dómari við Alþjóðlega hafréttardóminn

Tómas Heiðar, Gréta Gunnarsdóttir og María Mjöll Jónsdóttir.

Í dag var Tómas H. Heiðar kjörinn dómari við Alþjóðlega hafréttardóminn á fundi aðildarríkja hafréttarsamnings Sameinuðu þjóðanna í New York. Hann hlaut 124 atkvæði en mótframbjóðandi hans frá Austurríki hlaut 30.

Hafréttardómurinn hefur aðsetur í Hamborg og er skipaður 21 dómara, þar af þremur frá Vesturlöndum.

Tómas mun taka við dómaraembættinu 1. október nk. en hann var kjörinn til níu ára. Tómas H. Heiðar hefur gegnt starfi þjóðréttarfræðings í utanríkisráðuneytinu frá árinu 1996. Hann er jafnframt forstöðumaður Hafréttarstofnunar Íslands.

Tags

Contact us

Tip / Query
Spam
Please answer in numerics