Hoppa yfir valmynd

Skýrsla starfshóps um endurskoðun skattlagningar ökutækja og eldsneytis

Starfshópur sem unnið hefur að endurskoðun skattlagningar ökutækja og eldsneytis hefur skilað skýrslu til fjármála- og efnahagsráðherra. Hópurinn var skipaður í febrúar 2016 og var falið að að rannsaka núverandi fyrirkomulag og framkvæmd skattlagningar ökutækja og eldsneytis, leggja til breytingar á gildandi lögum og gera tillögu að framtíðarstefnu stjórnvalda í þessum efnum. Við endurskoðunina var hópnum gert að vinna að eftirfarandi markmiðum:

  • Einfaldara og réttlátu skattkerfi,
  • samræmi og skilvirkni skattkerfisins,
  • orkusparnaði og aukinni notkun innlendra orkugjafa,
  • draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og skaðlegra efna í útblæstri ökutækja,
  • mótun framtíðarsýnar um hlutdeild vistvænna ökutækja í skatttekjum ríkisins,
  • draga úr skattlagningu á öflun og eign á ökutækjum,
  •  tryggja ríkissjóði nægar skatttekjur m.a. til að standa undir uppbyggingu og viðhaldi samgöngumannvirkja, og
  • tryggja að fyrirkomulag skattlagningarinnar samræmdist ákvæðum laga um opinber fjármál.

Hópurinn telur gildandi kerfi skattlagningar ökutækja og eldsneytis í meginatriðum einfalt og haganlegt og telur ekki skynsamlegt að það taki stakkaskiptum. Hins vegar leggur hópurinn til að gerðar verði breytingar sem taka tillit til þróunar sem á sér stað um þessar mundir á samsetningu og notkun ökutækja.

Í skýrslu starfshópsins er meðal annars að finna umfjöllun um breytingar sem hafa orðið og eru að verða á mælingu og upplýsingagjöf evrópskra bifreiðaframleiðenda um losun og mengun frá ökutækjum. Þar sem fyrirsjáanlegt er að upplýsingar um koltvísýringslosun frá ökutækjum muni breytast eru settar fram tillögur sem ætlað er að draga úr líkum á að misræmi skapist við skattlagningu ökutækja.

Hinn 23. febrúar 2018 birti starfshópurinn drög að skýrslu sinni á Samráðsgátt stjórnvalda . Athugasemdir og umsagnir bárust frá 20 aðilum. Frá þeim tíma hefur skýrslan tekið umtalsverðum breytingum og hefur starfshópurinn upplýst að hann líti á skýrsludrögin sem áfangaskýrslu með tillögudrögum.


Tags

Contact us

Tip / Query
Spam
Please answer in numerics