Hoppa yfir valmynd

Laxnesshátíðir á átta stöðum í Svíþjóð í ár

Nr. 017

FRÉTTATILKYNNING
frá utanríkisráðuneytinu


Þann 21. mars næstkomandi hefst Laxnesshátíð í Stokkhólmi. Þar verður sérstök sýning með tilvitnunum í verk skáldsins, en þessi sýning er á sænsku og hefur Kaupþing í Stokkhólmi kostað sýninguna. Síðar á árinu verður efnt til Laxnesshátíða í Gautaborg, Örebro, Umeå, Huskvarna, Jönköping, Malmö og Lundi.

Þeir Pétur Már Ólafsson, útgáfustjóri Eddu-Miðlunar, og dr. Lars Lönnroth, norrænufræðingur, fjalla um skáldið og verk hans í sérstakri dagskrá í "Kulturhuset" í Stokkhólmi. Þar verður einnig flutt tónlist og kvikmyndin Ungfrúin góða og húsið sýnd og verður Guðný Halldórsdóttir, höfundur kvikmyndarinnar, viðstödd sýninguna. Það er Vináttufélag Svíþjóðar og Íslands í Stokkhólmi sem stendur fyrir dagskránni í "Kulturhuset" í samvinnu við sendiráð Íslands í Svíþjóð og fleiri aðila.

Á Laxnesshátíðinni í Stokkhólmi verða veitt sænsk-íslensku menningarverðlaunin. Það er Sveinn Einarsson, formaður sænsk-íslenska samstarfssjóðsins, sem afhendir verðlaunin fyrir hönd sjóðsins.



Utanríkisráðuneytið
Reykjavík, 8. mars 2002.


Tags

Contact us

Tip / Query
Spam
Please answer in numerics