Hoppa yfir valmynd

Aðgerðir norskra stjórnvalda vegna útbreiðslu COVID-19 - Uppfærð útgáfa 13.3.20 kl.22:30

Uppfærð útgáfa 13.03.2020 kl. 22:30

Norsk yfirvöld hafa í kvöld 13.03.2020 tekið ákvörðum um að á miðnætti í kvöld, föstudaginn 13/3, munu ekki gilda undanþágur um sóttkví fyrir ferðalanga frá Íslandi og Danmörku við komu til Noregs. Allir sem hafa komið erlendis frá, frá og með 27. febrúar sl., til Noregs, að undanskildu Svíþjóð og Finnlandi, þurfa að fara í 14 daga heimasóttkví.  

* * * * * * * * 

Upprunaleg frétt frá 13.03.2020 kl. 15:17

Miðvikudaginn 12. mars hélt Erna Solberg forsætisráðherra Noregs, Bent Høie heilbrigðisráðherra og Camilla Stoltenberg forstjóri blaðamannafund og tilkynntu um fordæmalausar aðgerðir stjórnvalda Noregs vegna útbreiðslu COVID-19. Aðgerðirnar miða að því að reyna að stöðva útbreiðslu veirunnar, vernda þá sem eldri eru og einstaklinga með undirliggjandi sjúkdóma.

Aðgerðirnar fela í sér eftirfarandi og verða í gildi a.m.k. til 26. mars n.k.:

  • Allir sem koma til Noregs erlendis frá að undanskildum Norðurlöndum, fara í heimasóttkví, hvort sem viðkomandi hefur einkenni covid19 eða ekki. Þetta er afturvirkt frá 27. febrúar sl.
  • Allir skólar loka, á öllum skólastigum (leikskóla upp í háskóla)
  • Lokun staða og bann viðburða þar sem fólk kemur saman: Þetta gildir um menningarviðburði; íþróttaviðburði (innan og utanhúss); sundlaugar, vatnsgarði og baðstaði; allur veitingageirinn að undanskildum mötuneytum og matsölustöðum nema þar sem hægt er að tryggja a.m.k. einn metra á milli aðila, hlaðborð bönnuð – þetta nær til veitingastaða, bar og kráa og skemmtistaði almennt; líkamsræktarstöðvar; hárgreiðslustofur; húðflúrstofur; nuddstofur og þess háttar.
  • Heilbrigðisstarfsmönnum er óheimilt að ferðast til útlanda til loka apríl 2020.
  • Bent á að matvörubúðir verði opnar og ekki ástæða til að hamstra matvæli.
  • Allir sem geta eiga að vinna heiman að frá sér.
  • Börn starfsmanna í heilbrigðisgeiranum og starfmanna í „krítískum“ störfum innan samfélagsins, á leik- og grunnskólaaldri, verður útveguð umönnun í sínum leik- og grunnskólum.

Frekari upplýsingar um þessar aðgerðir sem og leiðbeiningar til almennings í Noregi er að finna á heimasíðu Folkehelseinstituttet og mælist sendiráðið eindregið til að Íslendingar sem og aðrir í Noregi fylgist vel með upplýsingum sem uppfærðar eru reglulega á síðunni www.fhi.no.

Landlæknir Íslands og almannavarnadeild ríkislögreglustjóra hafa opnað sérstakan upplýsingavef á íslensku um Covid19 og er þar að finna margvíslegar upplýsingar og svör við spurningum um veiruna www.covid.is

Sendiráðið mun á næstu vikum halda afgreiðslu í sendiráðinu í lágmarki. Þetta felur í sér að þjónusta sem krefst heimsóknar í sendiráðið, eins og umsóknir um vegabréf, skal leitast við að fresta þar til sérstakar aðgerðir til að varna útbreiðslu kórónaveirunnar eru afstaðnar. Nauðsynlegar heimsóknir í sendiráðið skulu gerðar í samkomulagi við sendiráðið. Borgaraþjónusta sendiráðsins og utanríkisráðuneytis Íslands starfa eftir sem áður af fullum þunga við að svara fyrirspurnum og aðstoða eins og kostur er. Sendiráðið svarar símum og tölvupóstum eins og áður og bendir jafnframt á neyðarnúmer utanríkisráðuneytisins sem er opið allan sólahringinn (+354) 545 0112.

Að gefnu tilefni vill sendiráðið undirstrika að Ísland er að sjálfsögðu hluti af Norðurlöndum og samkvæmt fyrrgreindri ákvörðun norsku ríkisstjórnarinnar frá 12. mars sl. er ferðalöngum sem koma frá Íslandi ekki skylt að fara í heimasóttkví á grundvelli þeirrar ferðar við komu til Noregs. Hafa skal í huga að aðgerðir og fyrirmæli stjórnvalda geta breyst með stuttum fyrirvara og þess vegna er ráðlagt að fylgjast vel með uppfærðum upplýsingum á heimasíðu Folkehelseinstituttet, svo og umfjöllun fjölmiðla.

 

Tags

Contact us

Tip / Query
Spam
Please answer in numerics

This website uses cookies to ensure you get the best experience on our website. Read more