Hoppa yfir valmynd

Utanríkisráðherrar Noregs og Íslands ræða norðurslóðamál á Akureyri

OS-og-Jonas-3-nov
OS-og-Jonas-3-nov

Utanríkisráðherrar Noregs og Íslands, Jonas Gahr Støre og Össur Skarphéðinsson, verða á opnum fundi um norðurslóðamál á morgun, fimmtudag, í menningarhúsinu Hofi á Akureyri.

Fundurinn, sem Háskólinn á Akureyri og utanríkisráðuneytið standa að, hefst kl. 15:00. Hann er haldinn í tilefni samnings Íslands og Noregs um vísindasamstarf í norðurslóðamálum sem ráðherrarnir munu undirrita. Að því loknu verður opnuð sýning um heimskautafarann Friðþjóf Nansen.

Þá munu utanríkisráðherrarnir funda á Akureyri þar sem þeir ræða m.a. norðurslóðamál og Evrópumál.

Á föstudag fundar Støre með Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra og utanríkismálanefnd Alþingis.

Tags

Contact us

Tip / Query
Spam
Please answer in numerics