Hoppa yfir valmynd

Utankjörfundaratkvæðagreiðsla erlendis vegna forsetakosninga 30. júní 2012

Utankjörfundaratkvæðagreiðsla
Utankjörfundaratkvæðagreiðsla

Utankjörfundaratkvæðagreiðsla erlendis, vegna forsetakosninga sem fara fram 30.júní 2012, hefst 7. maí n.k. og fer fram í öllum sendiráðum Íslands erlendis og aðalræðisskrifstofum Íslands í New York,  Winnipeg og Þórshöfn í Færeyjum. Einnig er unnt að kjósa utan kjörfundar eftir samkomulagi hjá kjörræðismönnum Íslands erlendis, samanber meðfylgjandi lista. Búist er við því að kosið verði á u.þ.b. 235 stöðum í 84 löndum. Væntanlegum kjósendum er vinsamlegast bent á að hafa samband við ræðismenn áður en þeir koma til að kjósa.

Hagnýtar upplýsingar um kosningarnar er að finna á vefsetrinu: www.kosning.is

Athygli kjósenda er ennfremur vakin á því, að þeim ber sjálfum að póstleggja atkvæði sín eða koma þeim á annan hátt í tæka tíð til viðkomandi kjörstjórnar á Íslandi.

Listi yfir alla kjörræðismenn Íslands

Vefir sendiskrifstofa Íslands

Tags

Contact us

Tip / Query
Spam
Please answer in numerics