Hoppa yfir valmynd

ECOSOC ályktar um áhrif hersetu Ísraelsmanna á herteknu svæðunum í Palestínu

Efnahags- og félagsmálaráð Sameinuðu þjóðanna (ECOSOC) kom saman í byrjun þessa mánaðar og mun ljúka störfum sínum í dag. Í gær var samþykkt ályktun um efnhags- og félagsleg áhrif hersetu Ísraela á herteknu svæðunum í Palestínu, í Austur Jerúsalem og á Gólanhæðum. Ísland studdi ályktunina og var hún samþykkt með 43 atkvæðum. Þrjú ríki sátu hjá og önnur þrjú greiddu atkvæði á móti.

Ályktunin hefur verið borin upp á hverju ári.   Að þessu sinni er gagnrýnin á aðgerðir Ísraelsmanna á hernumdu svæðunum hvassari en áður og er það m.a. vegna aðgerða þeirra undanfarið á Gaza svæðinu. 

 Með ályktun þessari lýsir Efnahags- og félagsmálaráð Sameinuðu þjóðanna þungum áhyggjum yfir ástandinu á hernumdu svæðunum, sem versnað hefur enn frekar með hernaðaraðgerðum Ísraela undanfarna daga. Brýnt er fyrir stjórnvöldum í Ísrael að stöðva ofbeldi gegn óbreyttum borgurum og virða alþjóðleg mannúðarlög. Ráðið ítrekar að landnemabyggðir Ísraela á hernumdu svæðunum séu ólögmætar. Þess er krafist að farið verði að ályktunum öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna. Þá er lögð áhersla á að múrinn sem Ísraelsstjórn hefur reist á hernumdu svæðunum sé ólögmætur samkvæmt alþjóðalögum og hann hafi jafnframt alvarlegar efnhags- og félagslegar afleiðingar í för með sér fyrir Palestínumenn. 

Ísland situr í efnahags- og félagsmálaráðinu tímabilið 2005–2007 og er Hjálmar W. Hannesson fastafulltrúi Íslands í New York varaforseti þess.

 



Tags

Contact us

Tip / Query
Spam
Please answer in numerics