Hoppa yfir valmynd

Beiðnir um undanþágur frá takmörkun á skólastarfi vegna farsóttar og meðferð þeirra

Líkt og fram kemur í auglýsingu heilbrigðisráðuneytisins um takmörkun á skólastarfi vegna farsóttar, getur heilbrigðisráðherra veitt undanþágu ef ekki er talin hætta á að slíkt fari gegn markmiðum opinberra sóttvarnaráðstafana. Skólastjórnendur sem telja efni standa til að sækja um slíka undanþágu eiga að beina henni til heilbrigðisráðuneytisins til umfjöllunar og afgreiðslu. Þegar liggja fyrir úrskurðir í þremur slíkum málum og hafa þeir verið birtir á vef Stjórnarráðsins.

Til að sækja um undanþágu skal skólastjórnandi gera ítarlega grein fyrir aðstæðum og ástæðum undanþágubeiðninnar og senda hana heilbrigðisráðuneytinu í tölvupósti.

Vinsamlega sendið undanþágubeiðni á netfangið: [email protected] og skráið í efnislínu: „Beiðni um undanþágu frá takmörkun skólastarfs

Tags

Contact us

Tip / Query
Spam
Please answer in numerics

This website uses cookies to ensure you get the best experience on our website. Read more