Hoppa yfir valmynd

Háskólafundaröðinni Ísland á Alþjóðavettvangi, erindi og ávinningur

Næst á dagskrá í Háskólafundaröðinni Ísland á Alþjóðavettvangi, erindi og ávinningur er málþing í Kennaraháskóla Íslands undir yfirskriftinni Menntun í samfélagi þjóða. Málþingið verður haldið í Skriðu, fyrirlestrarsal skólans, fimmtudaginn 27. mars kl 15-17. Á málþinginu, sem er hluti af fundaröð utanríkisráðuneytisins og íslenskra háskóla, verður fjallað um menntun á tímum hnattvæðingar, alþjóðlegt samstarf til eflingar menntunar, tækifæri og skyldur ríkja heims, og síðast en ekki síst erindi og ávinning Íslands á alþjóðavettvangi á sviði menntunar
Málþinginu verður netvarpað beint á heimasíðunni www.utanrikisraduneyti.is/haskolafundarod.

Ólafur Proppé, rektor Kennaraháskóla Íslands, setur málþingið en aðrir ræðumenn eru:
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra, sem ræðir um þýðingu alþjóðlegs samstarfs á sviði menntamála, Ólafur Páll Jónsson lektor, er fjallar um hlutverk menntunar á tímum hnattvæðingar og Allyson Macdonald prófessor, sem ræðir um alþjóðasamstarf um menntun og þjálfun fagfólks.

Dagskrá málþingsins er að finna hér

Tags

Contact us

Tip / Query
Spam
Please answer in numerics