Hoppa yfir valmynd

Menningardagskrá í Vínarborg

Nr. 028

FRÉTTATILKYNNING
frá utanríkisráðuneytinu


Ríkisútvarpið í Austurríki (ORF), í samstarfi við sendiráð Íslands í Vínarborg, stendur fyrir sérstakri menningardagskrá í Vínarborg í dag, 18. apríl, í tilefni af aldarafmæli Halldórs Kiljan Laxness, þann 23. apríl n.k. Sérstök hátíðardagskrá í Radiokulturhaus í Vínarborg mun fela í sér upplestur úr þýddum verkum skáldsins, tónlistarflutning auk móttöku fyrir gesti. Þekktur austurrískur sviðsleikari, Cornelius Obonya, mun lesa upp úr völdum verkum skáldsins, meðal annars úr bókinni "Í túninu heima". Hátíðardagskráin verður hljóðrituð af ríkisútvarpi Austurríkis.



Utanríkisráðuneytið
Reykjavík, 18. apríl 2002.


Tags

Contact us

Tip / Query
Spam
Please answer in numerics