Hoppa yfir valmynd

Móttaka flóttafólks árið 2012


Ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum þann 4. maí s.l. að tillögu velferðarráðherra og utanríkisráðherra móttöku allt að átta afganskra flóttamanna úr flóttamannabúðum í Íran.
Ákvörðunin er gerð að tillögu flóttamannanefndar sem byggist á tilmælum Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna (UNHCR) um áherslu á aðstoð við konur sem skilgreindar eru í hættu (e. women at risk). Stefnt er að komu flóttamannanna hingað til lands í sumar.

Nánar er fjallað um stöðu afganskra kvenna í Íran í tilkynningu velferðarráðuneytisins


Tags

Contact us

Tip / Query
Spam
Please answer in numerics