Hoppa yfir valmynd

Opnun sendiráðs Íslands á Indlandi

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra og Sturla Sigurjónsson sendiherra Íslands á Indlandi
Opnun sendiráðs Íslands á Indlandi

FRÉTTATILKYNNING
frá utanríkisráðuneytinu

Nr. 11

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, staðgengill utanríkisráðherra í opinberri heimsókn til Indlands, opnaði í dag nýtt sendiráð Íslands á Indlandi við formlega athöfn í húsakynnum sendiráðsins í Nýju Delhi. Meginverkefni sendiráðsins er að vinna að auknum viðskiptum Íslands og Indlands. Indland er nú þegar fjórða stærsta hagkerfi heims og gera efnahagsspár ráð fyrir a.m.k. 6% hagvexti á ári fram til ársins 2020.

Í dag átti ráðherra einnig tvíhliða fund með Anand Sharma, ráðherra í utanríkisráðuneytinu. Á fundinum voru tvíhliða samskipti ríkjanna rædd en þau hafa aukist til muna á síðustu árum, nú síðast með opnun sendiráðs Íslands. Jafnframt var farið yfir stöðu heimsmálanna, s.s. málefni Írans, Írak, Afganistan og Sri Lanka og þróun á vettvangi Sameinuðu þjóðanna.

Heimsóknin hófst í dag og stendur til 3. mars. Ráðherra mun eiga fundi með indverskum ráðamönnum, m.a. forseta og forsætisráðherra. Með í för er viðskiptasendinefnd skipuð fulltrúum 23 íslenskra fyrirtækja. Útflutningsráð Íslands hefur í samvinnu við utanríkisráðuneytið skipulagt viðskiptaráðstefnur og tvíhliða fundi indverskra og íslenskra fyrirtækja í Nýju Delhi, Mumbai og Bangalore.

Sendiherra Íslands á Indlandi er Sturla Sigurjónsson, fyrrverandi skrifstofustjóri alþjóðaskrifstofu utanríkisráðuneytisins.Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra og Sturla Sigurjónsson sendiherra Íslands á Indlandi



Tags

Contact us

Tip / Query
Spam
Please answer in numerics