Hoppa yfir valmynd

Skýrsla Norðurskautsráðsins um mannlíf á Norðurslóðum

FRÉTTATILKYNNING
FRÁ UTANRÍKISRÁÐUNEYTINU OG UMHVERFISRÁÐUNEYTINU


Mannlíf á norðurslóðum er viðfangsefni nýrrar skýrslu Norðurskautsráðsins sem kynnt verður á sérstökum fundi á Nordica hótelinu 21. nóvember 2004.
Samantekt skýrslunnar var af eitt af forgangsmálum Íslands í formennsku þess í Norðurskautsráðinu tímabilið 2002-2004.

Skýrslan er fyrsta yfirgripsmikla samanburðarkönnunin sem gerð er á lífsskilyrðum íbúa norðurslóða í heild sinni. Hún skiptist í ellefu meginkafla þar sem m.a. er fjallað um menningu, menntun, efnahagslegar aðstæður, stjórnmálakerfi, auðlindanýtingu, heilbrigðismál, jafnréttismál og tengsl norðurskautssvæðisins við aðra heimshluta.

Utanríkisráðherra og formaður Norðurskautsráðsins, Davíð Oddsson, ritar inngang að skýrslunni.

Tilgangur skýrslunnar er að renna styrkari stoðum undir störf aðildarríkja Norðurskautsráðsins á sviði menningar-, félags- og efnahagsmála svæðisins og leggja grunninn að framtíðarstefnumótun aðildarríkjanna á þessum sviðum á komandi árum.

Höfundar skýrslunnar koma frá öllum aðildarríkjum Norðurskautsráðsins, en verkefnisstjórar skýrslunnar voru annars vegar Dr. Oran Young, prófessor og formaður stjórnar Háskóla norðurslóða, og hins vegar Níels Einarsson, forstöðumaður stofnunar Vilhjálms Stefánssonar.

Eintök skýrslunnar er hægt að fá hjá Stofnun Vilhjálms Stefánssonar, [email protected], www.svs.is.

Kynningarfundurinn á sunnudaginn hefst kl. 13:00 og er hann öllum opinn. Dagskrá fylgir.

AHDR_Launch_programme

Tags

Contact us

Tip / Query
Spam
Please answer in numerics