Hoppa yfir valmynd

Íþróttaæfingar- og keppnir hefjast að nýju

Æfingar og keppnir fullorðinna í íþróttagreinum með mikilli nálægð verður leyfð að nýju eftir 13. ágúst. Um þetta er fjallað í auglýsingu heilbrigðisráðherra um takmörkun á samkomum vegna farsóttar. Tveggja metra nálægðarregla gildir þó áfram í búningsklefum og á öðrum svæðum utan keppni og æfinga og þurfa þjálfarar, starfsmenn og sjálfboðaliðar að virða hana.

„Ég fagna því að íþróttastarf í landinu geti verið með næstum eðlilegum hætti að nýju, en minni jafnframt á mikilvægi þess að hvert og eitt okkar sinni áfram samfélagslegri skyldu varðandi sóttvarnir og samskipti við aðra. Við erum á góðri siglingu, en það þarf lítið til að rugga bátnum og stefna samfélagslegri virkni í voða. Íþróttafólk hefur sýnt ábyrgð og mun áfram fylgja ströngum reglum innan vallar og utan, svo hér geti íþróttalíf blómstrað samhliða sjálfsögðum sóttvarnarreglum,“ segir Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra.

Íþrótta- og ólympíusamband Íslands og sérsambönd þess munu útfæra nánari reglur í samráði við sóttvarnalækni, meðal annars um einstaklingsbundnar sóttvarnir, sótthreinsun búnaðar og framkvæmd æfinga og keppna.

Tags

Contact us

Tip / Query
Spam
Please answer in numerics

This website uses cookies to ensure you get the best experience on our website. Read more