Hoppa yfir valmynd

Stofnun stjórnmálasambands

Undirritun stjórnmálasambands við Fílabeinsströndina
Stjórnmálasamband við Fílabeinsströndina

Fastafulltrúar Íslands og Fílabeinsstrandarinnar hjá Sameinuðu þjóðunum, sendiherrarnir Hjálmar W. Hannesson og Philippe D. Djangoné-Bi, undirrituðu í New York föstudaginn 14. október yfirlýsingu um stofnun stjórnmálasambands ríkjanna.

Fílabeinsströndin er í Vestur-Afríku og liggur að Gíneuflóa í suðri, með landamæri að Líberíu, Gíneu, Malí, Búrkína Fasó og Gana.

Hefðbundnar fiskveiðar eru stundaðar við ströndina en landsmenn stunda ekki djúpsjávarveiðar. Kakóframleiðsla er mikil á Fílabeinsströndinni, sú mesta í heiminum.

Landið er fyrrum nýlenda Frakklands og öðlaðist sjálfstæði 1960. Landið byggja 16,3 milljónir íbúa.

 



Undirritun stjórnmálasambands við Fílabeinsströndina
Stjórnmálasamband við Fílabeinsströndina

Tags

Contact us

Tip / Query
Spam
Please answer in numerics