Hoppa yfir valmynd

Afmæli aðildar Íslands að Sameinuðu þjóðunum

FRÉTTATILKYNNING
frá utanríkisráðuneytinu
_____________


Nr. 060



Nítjánda nóvember næstkomandi eru 50 ár liðin frá því að Ísland gerðist aðili að Sameinuðu þjóðunum.

Af því tilefni hefur ríkisstjórnin ákveðið að fela Félagi Sameinuðu þjóðanna á Íslandi, í samvinnu við utanríkisráðuneytið,
að hafa umsjón með því að afmælisins verði minnst með viðeigandi hætti.

Fyrirhugað er, að hálfrar aldar aðildarafmælisins verði minnst með hátíðarsamkomu og ráðstefnu um málefni S.þ.

Ennfremur er gert ráð fyrir útgáfu rits um þátttöku Íslands í samtökunum. Sameinuðu þjóðirnar munu ennfremur kosta
útgáfu bæklings um starfsemi stofnunarinnar.

Fyrirhuguð er endurprentun á Sáttmála Sameinuðu þjóðanna.

Þess má einnig geta að unnið er að heimilidarkvikmynd um Thor Thors, fyrsta sendiherra Íslands hjá Sameinuðu
þjóðunum. Umsjónarmaður er Hans Kristján Árnason og er gert ráð fyrir að hún verði fullgerð fyrir 19. nóvember.

Í tilefni af afmælinu hefur verið ákveðið að festa kaup á afsteypu af listaverki Gerðar Helgadóttur, "Pólitíski fanginn" og
afhenda það skrifstofu Sameinuðu þjóðanna í Genf að gjöf hinn 19. nóvember. Verkið fékk viðurkenningu á sýningu í Tate
Gallery í Lundúnum árið 1955, sem helguð var hinum óþekkta pólitíska fanga.



Utanríkisráðuneytið,
Reykjavík, 14. ágúst 1996

Tags

Contact us

Tip / Query
Spam
Please answer in numerics