Hoppa yfir valmynd

Ráðherrafundur EFTA á Egilstöðum 26.-27. júní 2002

Nr. 065

FRÉTTATILKYNNING
frá utanríkisráðuneytinu


Dagana 26. og 27. júní n.k. verður haldinn á Egilsstöðum ráðherrafundur EFTA. Á fundinum verður undirritaður fríverslunarsamningur EFTA-ríkjanna við Singapúr, sá fyrsti sinnar tegundar milli Evrópuríkja og Austur-Asíuríkis. Af því tilefni mun George Young-Boon Yeo, iðnaðar- og viðskiptaráðherra Singapúr koma til landsins.


Meðal þess sem ráðherrarnir munu ræða á fundinum er gildistaka nýs stofnsamnings EFTA, 1. júlí n.k., (Vaduz-samningurinn). Einnig verða til umræðu fríverslunarsamningar sem eru í burðarliðnum við Chile, Kanada, Túnis, Egyptaland og upphaf samningaviðræðna við Suður-Afríku og Júgóslavíu. Þá munu ráðherrarnir fjalla um stækkun Evrópusambandsins og áhrif hennar á EES-samninginn, m.a. að því er varðar fríverslun með fisk og fiskafurðir. Loks munu þeir ræða um tolla Evrópusambandsins á stál og nýja lotu samningaviðræðna Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar.



Utanríkisráðuneytið
Reykjavík, 21.06.2002


Tags

Contact us

Tip / Query
Spam
Please answer in numerics