Hoppa yfir valmynd

Annar fundur fjármálastöðugleikaráðs á árinu 2020

Miðvikudaginn 30. september hélt fjármálastöðugleikaráð sinn annan fund á árinu. Farið var yfir horfur í fjármálakerfinu og hagkerfinu almennt og gerði Seðlabankinn grein fyrir helstu áhættuþáttum. Sérstaklega var fjallað um útlánagæði nýrra óverðtryggðra íbúðalána bankakerfisins og líklega þróun útlánasafnsins í heild næstu mánuði í ljósi áhrifa heimsfaraldurs kórónaveiru á efnahagslífið. Þá gerði Seðlabankinn grein fyrir fyrirkomulagi skilavalds innan bankans, en það er nýtt stjórnvald sem komið var á með lögum um skilameðferð lánastofnana og verðbréfafyrirtækja sem samþykkt voru í júní 2020 og tóku gildi 1. september sl.

Tags

Contact us

Tip / Query
Spam
Please answer in numerics