Hoppa yfir valmynd

Tekjur ríkissjóðs hærri en gert var ráð fyrir

Greiðsluuppgjör ríkissjóðs fyrir fyrstu tvo mánuði ársins 2011 liggur nú fyrir.

Niðurstaðan er mun betri en gert var ráð fyrir í áætlunum.

Handbært frá rekstri var jákvætt um 8,9 ma.kr. en var jákvætt um 3,4 ma.kr. á sama tímabili í fyrra.

Tekjur reyndust 1,3 ma.kr. hærri en í fyrra á meðan að gjöldin drógust saman um 8,5
ma.kr. milli ára.

Innheimtar tekjur ríkissjóðs námu 82,2 ma.kr. á fyrstu tveimur mánuðum ársins og eru það 1,1% meiri tekjur en skiluðu sér á sama tíma í fyrra. Innheimtar tekjur voru einnig töluvert meiri en áætlun fjárlaga gerði ráð fyrir, eða 6,6 ma.kr. meiri, og stafar það einkum af meiri innborgunum á tekjuskatti lögaðila, fjármagnstekjuskatti og vaxtatekjum en reiknað var með.

Nánar má lesa um greiðsluuppgjörið hér í fylgiskjali.

Tags

Contact us

Tip / Query
Spam
Please answer in numerics